Í dag eru sumarsólstöður, það hefur alltaf verið einn merkilegasti dagur ársins í mínum huga.
Við sem búum á norðurhveli þráum vorið og sumarið óskaplega – þegar sumarsólstöður koma er sól á lofti í Reykjavík meira en tuttugu og einn tíma á sólarhring.
Sumarnæturnar eru þrungnar töfrum.
En um leið finnur maður til ákveðins trega af því maður veit að allt er þetta forgengilegt og dagurinn fer aftur að styttast – sólin heldur áfram að koma upp um ótaldar milljónir ára en þeim fækkar vorunum sem maður á sjálfur eftir að upplifa.
Svo það er um að gera að njóta!