fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Sterkasta skákmót allra tíma – og Norðmaðurinn Carlsen

Egill Helgason
Mánudaginn 11. mars 2013 08:47

Magnus Carlsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einu sinni voru Íslendingar skákóðir. Það var fyrst á tíma Friðriks Ólafssonar og svo aftur þegar við áttum fjölda ungra stórmeistara, heila kynslóð sem náði góðum árangri á mótum erlendis.

Síðan hefur skákin fallið í skuggann, það er er svolítið eins og hún tilheyri öðrum tíma.

Þetta er reyndar eins úti í heimi, það var mikill uppgangur á sínum tíma í kringum afrek meistara eins og Fischers og Kasparovs, en nú vita líklega fæstir hver er heimsmeistari í skák.

En sterkasti skákmaður heims núna, samkvæmt Elo-stigum, mun vera 22ja ára Norðmaður, Magnus Carlsen að nafni. Guardian birtir skemmtilega grein um þennan unga mann. Hann þénar milljón evrur á ári og hefur gert auglýsingasamninga við ýmis fyrirtæki.

Heimsmeistarinn er hins vegar Indverjinn Viswanathan Anand, það hefur hann verið síðan 2007, en nú er hann einungis talinn sjötti sterkasti skákmaður heims.

Nú í vikunni er að hefjast í London áskorendamót – þar sem keppt er um réttinn til að tefla um heimsmeistaratitilinn við Anand. Þetta er sagt vera sterkasta skákmót allra tíma.

Þarna verður Carlsen, Kramnik sem var heimsmeistari frá 2000-2007,  Armeninn Aronian, sem er talinn þriðji sterkasti skákmaður heims, Radjabov frá Azerbaidjan, Ivantsjúk frá Úkraínu, Svidler frá Rússlandi, Gelfand frá Ísrael og nokkrir fleiri – það er alltaf eitthvað ljóðrænt við þessi skákmannanöfn.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu – kannski nær skákin að fanga hug okkar aftur?

800px-Magnus_Carlsen_Tata_Steel_2013

Magnus Carlsen á skákmótinu í Wijk aan Zee fyrr á þessu ári – með auglýsingar á fötunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið