fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Hin stóru áform ríkissstjórnarinnar – og fallið

Egill Helgason
Föstudaginn 8. febrúar 2013 22:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fræg eru þessi fleygu orð:

All political lives end in failure.

Þetta er komið úr riti eftir breska stjórnmálamanninn Enoch Powell og hljómar svo í heild sinni:

All political lives, unless they are cut off in midstream at a happy juncture, end in failure, because that is the nature of politics and of human affairs.

Það er mikið til í þessu og við getum nefnt ótal dæmi, þeir sem yfirgefa hið pólitíska svið við fagnaðarlæti eru fáir.

Á Íslandi síðustu ára getum við nefnt Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Brotthvarf þeirra allra var mjög beiskjublandið og eftirmælin hafa ekki verið góð.

Og nú sýnist manni að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon séu að bætast í þennan hóp.

Líf ríkisstjórnar þeirra er að fjara út. Í nokkuð langan tíma hefur hún ekki haft kraft eða fylgi til að koma hinum stóru málum sínum í gegn. Stjórnin er að vissu leyti fórnarlamb stórra áforma sem birtust í stjórnarsáttmálanum fyrir fjórum árum – í draumi hennar er fallið falið og var það kannski frá upphafi.

Nú er stjórnin að heykjast á stjórnarskrármálinu. Það er einfaldlega viðurkenning á orðnum hlut. Hún getur ekki komið málinu í gegnum þingið.

Um leið sópast fylgið frá Jóhönnum og Steingrími og flokkum þeirra. Og orð Enochs Powell virðast eiga vel við.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans