fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Svakaleg ádeila

Egill Helgason
Fimmtudaginn 7. febrúar 2013 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður Sjálfstæðisflokksfélagsins í Grafarvogi skrifar grein um borgarstjóran í Reykjavík í Fréttablaðið í dag og tekur upp það háttarlag úr ritstjórnarskrifum Morgunblaðsins að kalla hann Jón Gunnar Kristinsson.

Í þessu felst víst svakaleg ádeila – að kalla menn nöfnum sem þeir nota ekki sjálfir. Það er eiginlega ekki við öðru að búast en að lyppist niður.

Jón Gunnar Kristinsson.

Við getum hugsað okkur hvernig þetta hefði komið út í deilum fyrr á öldinni, ef menn hefðu til dæmis ekki kallað Nóbelsskáldið Halldór Laxness heldur:

Halldór Guðjónsson.

Þessi mikli rithöfundur hefði sjálfsagt verið alveg sleginn út af laginu.

Ég veit að sjálfur fer ég í taugarnar á mörgum, en þó ekki nógsamlega til að hafa verið kallaður mínu fulla nafni á prenti – ég hlýt auðvitað að kvíða þeim degi:

Egill Óskar Helgason.

— — —

Annars er áðurnefnd grein athyglisverð fyrir fleiri sakir því þar segir að Jón Gnarr og aðdáendur hans telji þá vera „réttdræpa“ sem gagnrýna borgarstjórann. Svo stækur er átrúnaðurinn orðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans