fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Baráttuglaður Árni Páll – samningsstaða Samfylkingarinnar

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. febrúar 2013 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason virkar býsna brattur sem nýr formaður Samfylkingarinnar.

Það gæti komið flokknum til góða að hafa formann sem hefur annan pólitískan stíl en fyrri formaður og hefur ekki verið í innsta hring hjá henni – það er ekki einu sinni víst að það væri klókt af Árna að taka við sem forsætisráðherra.

Kannski er alveg jafn gott að láta stjórn Jóhönnu og Steingríms renna sitt skeið. Þau sitja nú yfir ríkisstjórn sem er de facto minnihlutastjórn og á afskaplega erfitt með að koma málum í gegn. Ef skipta ætti um forsætisráðherra þyrfti væntanlega að sannfæra Ólaf Ragnar forseta um að hún hefði þingmeirihluta eða nyti að minnsta kosti hlutleysis einhverra þingmanna.

Ein spurningin er hvort Árna takist að stöðva fylgisflóttann yfir til Bjartrar framtíðar. Hann er orðinn býsna vandræðalegur fyrir Samfylkinguna. Kjósendur virðast vera komnir með nóg af henni eftir ríkisstjórnarsetuna sem nær aftur til 2007 – það eru samfleytt sex ár.

Eins og Árni Páll talar þá gæti hann átt séns í að breyta þessari stöðu, honum mælist eins og honum sé mikið niðri fyrir og geti ekki beðið eftir að komast í verkefnin. Það er sérstakt að tveir helstu foringjar Bjartrar framtíðar hafa mjög svipaðar pólitískar áherslur og Árni.

Samfylkingarfólkið sem kaus Árna til formennsku hefur væntanlega talið að hann væri líklegri til að ná upp stemmingu kringum flokkinn en Guðbjartur Hannesson, það er líklega rétt metið. En um leið talar hann gegn „hugmyndafræðilegri borgarastyrjöld“ og „vopnaglamri“ í pólitík.

Það getur verið gott og blessað, en sum mál fást þó ekki í gegn nema með baráttu. Því er ekki óeðlilegt að menn spyrji hvort formaðurinn vilji gera málamiðlanir um til dæmis ESB, kvótann og stjórnarskrána – eða mun Samfylkingin yfirleitt hafa einhverja samningsstöðu eftir kosningar?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“