fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Smá hugleiðing á afmæli hrunsins

Egill Helgason
Mánudaginn 7. október 2013 00:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hélt eftir hrunið að Íslendingar myndu fara að þrá stöðugleika. Það var svo margt í upphafi nýrrar aldar sem var æst og yfirdrifið.

Decode-ruglið, þegar þjóðin ætlaði að verða rík á erfðaefni sínu, Kárahnjúkaævintýrið, bankabrjálæðið, húsnæðisbólan. Og það þarf ekki að horfa langt aftur til að rifja upp tíma þegar verðbólgan fór algjörlega úr böndunum og peningar voru þess eðlis að helst þurfti að eyða þeim undireins og maður fékk þá í hendurnar.

En við erum samt alltaf að bíða eftir því að happdrættisvinningur falli okkur í skaut – að við getum blásið upp nýja bólu. Nú er það ferðaþjónustan – það sem maður óttast helst er að farið verði að klastra upp hótelum út um allt sem verða til lýta í landinu. Svo er fólki sagt að handan við hornið sé olíuævintýri og svo verði hér stórfelldur uppgangur, hafnir og annað, vegna minnkandi íss á norðurslóðum.

Þetta er langt í frá að vera í hendi, öll þessi framtíð er mjög óviss, og í raun er þetta ekkert sem við getum farið að lifa út á. Ef það kemur, þá kemur það, annars ekki. Við þurfum að horfa miklu nær okkur í tíma.

Ein mesta hættan er sú að Íslendingar sem fara út til náms komi ekki aftur. Það er sem betur fer svo að Íslendingar leita sér menntunar í útlöndum í stórum stíl; það er alveg nauðsynlegt fyrir svo fámennt samfélag. En það er ekki sjálfsagt mál að þetta unga menntaða fólk vilji setjast að á Íslandi. Það hefur ýmis tækifæri erlendis; á tíma Facebook og Skype er heimþrá ekki jafn sterk og áður var.

Við þurfum að búa svo um hnútana að þessir mikilvægu Íslendingar vilji vera áfram með okkur. Það gerum við með því að tryggja stöðugleika, heilbrigt húsnæðislánakerfi, heilbrigðiskerfi sem stenst samanburð við nágrannalönd og þau lífsgæði sem felast í menntun og menningu.

Ég nefni ekki síst menninguna – það er eitt sterkasta einkennið á þessari fámennu eyþjóð að hún heldur uppi miklu og blómlegu menningarlífi. Það er ekki sjálfgefið. En þetta er eitt af því sem veldur því að við getum borið höfuðið hátt meðal annarra þjóða og gerir eftirsóknarvert að búa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?