fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Gagnrýnin á fjárlögin

Egill Helgason
Föstudaginn 4. október 2013 01:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson segir að nýtt fjárlagafrumvarp sé eins og verk stuttbuxnastráka í Matador. Það er ekki alveg nákvæmt. Frumvarpið er miklu líkara því að það hafi verið samið af embættismönnum og er í raun framhald af þeirri stefnu sem hér hefur verið fylgt síðan strax eftir hrun: Það er hægur og bítandi niðurskurður, lággengisstefna og láglaunastefna.

Þetta var leiðin sem Íslendingar hafa reynt að fara eftir hrunið – og við höldum áfram eftir þeirri braut.

Vandi stjórnarflokkanna er að þeir töluðu eins og mikilla breytinga yrði að vænta þegar þeir tækju við. Það hefur ekki orðið. Tal um að lítið mál væri að keyra upp atvinnulífið og hagvöxt gengur ekki eftir – enda var aldrei von til þess.

Önnur gagnrýni sem heyrist, og hún er alveg á skjön við þetta, er að fjárlagafrumvarpið sé ekki nógu djarft, að það einkennist af kjarkleysi.

Um það er að segja að stjórnarflokkarnir hafa ekkert umboð til að standa í róttækum niðurskurði sem hefði mikið umrót í för með sér.

Ekkert slíkt var nefnt í kosningabaráttunni, pólitísk stefnubreyting af því tagi getur ekki orðið nema með samþykki kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?