fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Ping-pong

Egill Helgason
Föstudaginn 18. október 2013 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaflutningur á Íslandi getur oft verið dálítið sérkennilegur. Kannski er það vegna þess að lítið er í fréttum, kannski kunna menn ekki alveg þær reglur sem gilda í alvöru fréttamennsku, kannski er vandinn að fylla dagblaðadálka og fréttatíma.

Það er til dæmis fréttin sem sjá má víða í morgun. Sá ágæti lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson semur álit þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að útgerðin hafi eignarrétt á aflaheimildum og að það sé stjórnarskrárbrot að krefja hana um veiðigjöld.

Jón Steinar er frjáls þessarar skoðunar sem hann byggir á lagatextum og hann undirbyggir mál sitt ábyggilega vel.

En aðalatriðið er að þetta er álitsgerð, unnin fyrir fyrirtæki sem á beinna hagsmuna að gæta að hlutirnir séu svona en ekki öðruvísi. Þetta er ekki óháð mat fræðimanns.

Á Facebook sé ég bent á að á þýsku sé svonalagað kallað Gefälligkeitsgutachten – það eru álitsgerðir sem miða ekki að því að komast að einhverjum sannleika í máli, heldur er þeim ætlað að þjóna hagsmunum þeirra sem panta eða borga.

Fjölmiðlar verða auðvitað að vara sig á slíku.

Nú gæti komið fram annar lögmaður, sem er að vinna fyrir aðra aðila, og kæmist að þveröfugri niðurstöðu. Hvar erum við þá stödd í fjölmiðlaumræðunni? Á hún bara að vera einhvers konar ping-pong?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“