fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Sigmundur er í burtu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. október 2013 12:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er spurt í þinginu hvar Sigmundur Davíð sé – kannski er það einhvers konar leikrit – það er altalað í pólitíkinni að hann sé í hvíldarleyfi í útlöndum.

Það er reyndar um að gera að menn hvíli sig og fái andrúm til að hugsa, það er ekki til farsældar að liggja í skjalbunkum eða tölfræði allan sólarhringinn.

Jóhanna Sigurðardóttir hafði tilhneigingu til vinnusemi af því taginu, Sigmundur Davíð virðist vera annarar gerðar.

Þess er þó að gæta að Jóhanna var sökuð um svik í hvert skipti sem hún brá sér af bæ, konan mátti varla fara austur í Hveragerði án þess upphefðust hávær mótmæli.

Ég skrifaði í gær að það virkaði eins og doði væri yfir ríkisstjórninni. Eins og einhver benti á getur verið gott ef ekkert er að frétta, í því er viss hvíld, en það er ekki gott ef ekkert er að gerast.

Það verður æ ljósara að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að leggja neitt á sig til að skuldaniðurfellingar verði að veruleika. Innan flokksis hafa menn enga trú á þessum fyrirætlunum og hugsa sem svo – ef ekki verður neitt úr neinu situr Framsóknarflokkurinn uppi með skömmina en okkur verður ekki kennt um.

Nú er veruleikinn sá að staða Íslands versnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Maður greinir reyndar nokkrar breytingar frá stjórnarmynstri síðari ára. Ríkisstjórnir hafa snúist um tvíeyki flokksformanna: Davíð/Halldór, Geir/Ingibjörg, Jóhanna/Steingrímur.

Þetta virðist ekki vera að gerast í núverandi ríkisstjórn – maður skynjar altént ekki að samband af þessu tagi sé milli Sigmundar og Bjarna Benediktssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“