fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Spennandi bók um Dreyfus-málið

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. október 2013 23:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Harris er vinsæll höfundur góðra afþreyingarbóka sem oft hafa að geyma merkilegan fróðleik. Hann varð fyrst frægur fyrir Fatherland, bók þar sem útgangspunkturinn var að nasistar hefðu unnið stríðið og Hitlers-Þýskaland stæði enn árið 1963.

Svo hefur hann skrifað bækur eins og Pompei, tvö rit um rómverska stjórnmálamanninn Cicero, og svo bók sem greinilega var byggð á Tony Blair og nefndist Ghost. Eftir henni gerði Polanski kvikmynd.

Nú hefur Harris skrifað bók sem fær fjarskalega góðar viðtökur. Hún heitir An Officer and a Spy og fjallar um Dreyfus-málið sem skók Frakkland í kringum aldamótin 1900. Flestir vita svosem hvernig þessi saga endaði, en Harris tekst að gera hana mjög spennandi.

Við fylgjumst með herforingjanum og leyniþjónustumanninum Georges Picquart, en það var hann sem kom upp um samsærið um að sakfella Dreyfus. Þar er við ýmislegt að etja, hroka makráðra hershöfðingja og stjórnmálamanna sem vilja ekki viðurkenna mistök og gyðingahatur sem mjög var kynt undir á þessum árum.

Sjálfur hef ég lesið talsvert um Dreyfus–málið, enda er þetta sérlega heillandi saga – um saklausan mann sem var dæmdur og settur í einangrunarvist á Döflaeyju. Mátti hírast þar meðan smátt og smátt gekk allt af göflunum vegna hans heima í Frakklandi. Fylkingunum sem laust saman voru kallaðar dreyfussinnar og and-dreyfussinnar; það eimdi eftir af þessu langt fram á tuttugustu öldina í Frakklandi, í gegnum fyrri heimsstyrjöldina og allt til tíma Vichy-stjórnarinnar þeirri seinni.

Hvergi hef ég séð gerða jafn skýra grein fyrir málinu og í þessari sögulegu skáldsögu Roberts Harris. Það má jafnvel segja að fyrst núna hafi ég nálgast það að skilja ýmsar flækjur þess. Og kannski er ýmislegt í þessari sögu sem er umhugsunarvert í nútímanum – þegar er rík tilheiging til að fórna réttvísinni í nafni þjóðaröryggis.

 

affaire_dreyfus

Alfred Dreyfus sviptur liðsforingjatign og heiðri á Invalides-torgi í París 5. janúar 1895. Þar hefst bók Roberts Harris. Eitt af því sem er merkilegt í Dreyfus-málinu er hlutur almenningsálitsins sem í fyrstu var mjög á móti Dreyfus. Það hafði sín áhrif að hann var gyðingur. Undir myndinni stendur Le traitre – Svikarinn. Áhorfendur hrópuðu ókvæðisorð eins og „Drepum gyðinginn!“

 

Picquart

Það var Georges Picquart sem elti uppi sannleikann í Dreyfus-málinu. Hann er söguhetjan í bók Roberts Harris. Picquart trúði fyrst á sekt Dreyfus, en komst á snoðir um að málið byggði á samsæri. Hann hafði manndóm til að fylgja þessu eftir, þótt yfirmenn hans reyndu að þagga málið niður. Dreyfus var loks sýknaður og fékk uppreisn æru.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“