fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Í svokallaðri sigurvímu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. október 2013 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru til hlutir sem eru kallaðir „fyrstaheimsvandamál“ – first world problems. Það er eitthvað sem væri ekki talið til vandræða neins staðar í heiminum nema þar sem eru engin vandamál. Og stundum heldur maður reyndar að Íslendingar hafi ekkert að tala um, umræðan hérna getur farið út í þvílíka endaleysu út af engu.

Til dæmis tóku menn upp á því að fárast yfir því að hafa verið „rændir stærstu stund íslenskrar knattspyrnusögu“ vegna þess að birt var auglýsing eftir fótboltaleik Íslands og Noregs í gærkvöldi.

Hér er hægt að skoða myndband af því sem gerðist – það verður að segjast eins og er að þetta er ekkert sérlega stórbrotið. Bara menn að hoppa um og fagna aðeins.

Þórunn Hrefna orðar þetta ágætlega á Facebook-síðu sinni – reyndar þannig að kallar fram krampaköst hjá fótboltaáhugamönnum:

„Margt furðulegt hef ég lesið hér á fb um dagana. En þetta endalausa karp um það hvort einhver hafi misst af því að sjá í sjónvarpinu fáeinar mínútur af nokkrum fótboltagórillum að hoppa upp og niður í svokallaðri „sigurvímu“ er ævintýralega fávitalegt. Og það er krafist afsökunarbeiðna, sökudólga og afsagna hinna seku! Hvað er eiginlega AÐ fólki?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“