fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Eyjan

Íslendingar flippa á Google Street View

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. október 2013 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til ýmisleg skemmtun. Til dæmis að liggja yfir Google Street View og skoða heimili sitt, heimili foreldra, systkina, ættingja og vina.

Maður getur undrast tæknina sem er á bak við þetta.

Íslendingar duttu í Google Street View og hafa eytt síðustu dögum í að pósta myndum þaðan á Facebook.

Ég þekki reyndar eina konu sem finnst þetta „krípí“, að það sé verið að taka svona myndir nánast inn um gluggann hjá fólki.

Stundum er heldur ekki gott að birtast á mynd. Það er til dæmis ef maður er að koma út af hádegisbarnum án þess að maður vilji að neinn viti það, eða af Goldfinger – nú eða ef bifreið manns er stödd fyrir utan hús konunnar sem maður er ef til vill að halda framhjá með.

Eða ef maður hefur lagt í stæði fyrir fatlaða.

Það getur semsagt ýmislegt komið upp á.

Svo geta auðvitað verið skemmtilegar myndir eins og þessi þar sem má sjá ferðamenn ásamt innfæddum Akureyringum. Hún birtist á vefsíðu sem nefnist Iceland Street Adventures, en þar má finna fleiri skemmtilegar Google-myndir.

En eftirlitssamfélagið tekur á sig ýmsar myndir. Nú eru þeir líka farnir að kíkja í tunnurnar hjá manni til að sjá hvort manni hafi orðið á að henda Fréttablaðinu út með ruslinu.

tumblr_muidalLQ2A1sl1j27o1_1280

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“