fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Eyjan

Kennarar og ofbeldið

Egill Helgason
Mánudaginn 7. október 2013 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 boðar áframhaldandi umfjöllun um „ofbeldi kennara og starfsmanna grunnskóla gagnvart nemendum“.

Einhvern veginn er ég hræddur um að í þessu geti falist talsverð einföldun.

Margir grunnskólakennarar eru settir í gjörsamlega vonlausa aðstöðu í fjölmennum bekkjum í „skóla án aðgreiningar“. Þar eiga þeir að veita „einstaklingsmiðað nám“.

Gengur eiginlega ekki upp.

Á sama tíma eru kennarar í heldur veikri stöðu gagnvart nemendum sem spilla friðnum í bekkjum – það vandamál verður auðvitað erfiðara viðfangs í „skóla án aðgreiningar“ – og oft foreldrum sem mega ekki heyra sett út á börn sín. Og fólk er oft fljótt að dæma í málum sem það veit lítið sem ekkert um.

Vegna trúnaðarskyldu geta þeir svo yfirleitt ekki svarað ásökunum á hendur sér.

Þetta þarf að ræða um leið og fjallað er um „ofbeldi kennara“.

Í þessu sambandi má benda á skáldsögu eftir Helga Ingólfsson menntaskólakennara sem nefnist Frjálsar hendur. Bókin gerist reyndar í framhaldsskóla, en þar er býsna fjörleg lýsing á hlutskipti kennara á tíma þegar virðing fyrir kennarastarfinu hefur farið mjög þverrandi.

 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?