fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Félag sannra Íslendinga

Egill Helgason
Föstudaginn 4. október 2013 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið skrítið að heyra forsætisráðherra kvarta undan því að ekki megi tala vel um land og þjóð – ég held hann orði það þannig.

Því það er eiginlega ekki það sem hann hefur verið að gera, nema á mjög takmörkuðum forsendum.

Hann hefur hins vegar látið eins og fólk sem hefur ekki sömu sýn og hann á íslenskt samfélag sé óþjóðhollt og öfgafullt – án þess að skýra nánar út í því  hverju þetta felst.

Hann býður líka upp á sýn á Ísland sem margir kannast lítt við. Ísland sem land þar sem hefur ekki verið stéttaskipting og þar sem samstaða hefur fært okkur miklar framfarir.

Þetta er einfaldlega mjög hæpin framsetning: Samstaða hefur alls ekki verið sérstakt einkenni Íslendinga, nema þegar verða miklar hamfarir eins og eldgos eða snjóflóð, og hér hafa löngum verið við lýði mjög harðdræg hagsmunaöfl.

Það er nefnilega svolítið eins og Sigmundur sé að framkalla alternatív veruleika í ræðum sínum.

Sigmundur talar um að Íslendingum hafi farnast best þegar þeir hafa trú á landinu – jú, það má vera. En það má líka færa rök fyrir því að Íslendingum hafi gengið best þegar þeir voru í mestu sambandi við útlönd; verst hafi okkur farnast þegar þau samskipti voru lítil og léleg.

Margt er gott á Íslandi og fáir munu vilja lasta það: Þetta er friðsælt smáríki og öruggt, náttúran er hrein og fögur, hér er að finna gnægð hreinnar orku og mikil fiskimið í kringum landið. Þjóðin er ágætlega menntuð og heldur uppi óvenju blómlegu menningarlífi fyrir svo fámennt ríki.

Lífskjör eru auðvitað með því besta sem gerist í heiminum; það er hins vegar vandamál að við höfum verið að dragast aftur úr þjóðunum í kringum okkur. Við erum að súpa seyðið af efnahagshruni og verðum það lengi enn. Ein afleiðing þess er djúpur skortur á trausti í samfélaginu – það virðast lítil merki um að nánast óboðleg stjórnmálaumræða sé að batna.

Ég er ekki viss um að dilkadráttur Sigmundar í þjóðholla og óþjóðholla Íslendinga, öfgamenn og ekki öfgamenn, hjálpi þar mikið til. Satt að segja minnir sumt af því á Pétur þríhross, eina af persónum Halldórs Laxness. Þegar svarf að á Sviðinsvík – þetta er í Heimsljósi – fann Pétur upp á því að stofna Félag sannra Íslendinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?