fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Sverrir Þórðarson

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. janúar 2013 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáein orð um Sverri Þórðarsson blaðamann sem er látinn, níræður að aldri.

Sverrir var einn af þeim mönnum sem settu svip á miðbæinn í Reykjavík. Hann bjó í Suðurgötu, en líka um árabil á Þórsgötu, og fór ferða sinna gangandi. Afar léttur í spori, kvikur, brosmildur og viðræðugóður.

Hann var sonur Þórðar Sveinssonar, læknis á Kleppi, og Ellenar konu hans – þeir voru afar litríkir og skemmtilegir bræður hans, ég kynntist Gunnlaugi og Agnari. Hann var alinn upp á merkilegu heimili, fræg er lýsingin þegar Þórður læknir talar latínu við bresku skáldin W.H. Auden og Louis McNeice sem voru þá í Íslandsheimsókn, en bréf hinnar dönsku móður Sverris, Ellenar, voru gefin út á bók fyrir nokkrum árum og eru merkileg lesning.

Sverrir starfaði í fimmtíu ár sem blaðamaður á Morgunblaðinu, hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1992.

Sjálfur sá ég Sverri á ferli í bænum frá því ég var strákur. Ég kynntist honum eftir að Ásgeir sonur hans varð vinur minn – og síðar félagi í hljómsveit. Við Sverrir tókum alltaf tal þegar við hittumst – sem var æði oft eftir hann flutti aftur í Suðurgötuna. Einhvern veginn var maður alltaf glaðari eftir að hafa hitt Sverri en áður.

Ég þakka Sverri sérlega ánægjulega samfylgd í borginni okkar – Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“