fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Eftir Icesave – nóg af verkefnum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. janúar 2013 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við að þráttað verði um Icesave út vikuna. Ýmislegar merkilegar vendingar eru í þessu, til dæmis virðast feðgarnir sem settu Landsbankann á hausinn, notuðu hann sem einhvers konar hraðbanka fyrir sjálfan sig og ollu Íslendingum ómældum erfiðleikum og álitshnekki halda að þeir hafi fengið einhvers konar uppreisn æru. Og stjórnmálamenn sem komu okkur í þessi vandræði eru farnir að tala eins og þeir séu sjálfstæðishetjur.

Það er furðulegt að sjá.

En svo taka við næstu mál – og þau tengjast meira og minna efnahagshruninu 2008. Það er svo óralangt frá því að við séum búin að bíta úr nálinni með það þótt hægt sé að loka hinum fyrirferðarmikla Icesave-kafla. Það hefur verið reynt að halda því fram að Íslendingar borgi ekki skuldir óreiðumanna. En það er einfaldlega ekki rétt, við höfum verið að borga baki brotnu undanfarin ár – og það er ekki búið enn.

Það eru til dæmis allar skuldirnar sem blasa við íslenska ríkinu – og þjóðinni.  Himinháar skuldir ríkissjóðs eftir hið mikla efnahagshrun með árlegum vaxtagreiðslum upp á 90 milljarða króna. Það má líka benda á hið risastóra gat sem er á Íbúðalánasjóði og ríkisábyrgðina á honum,  það er talað um að ríkið gæti þurft að punga út  200 milljörðum króna vegna þessa og í framhjáhlaupi má geta þess að til lengri tíma litið er ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum upp á 400 milljarða króna.

Stærsta málið eru þó gjaldeyrishöftin og allt það fjármagn sem leitast við að komast út úr íslenska hagkerfinu. Þetta tefur að hægt sé að loka þrotabúum gömlu bankanna. Þarna eru aflandskrónur og kröfur á gömlu bankana, líkist helst eitri í íslenska hagkerfinu. Talsvert af þessum kröfum eru í eigu svokallaðra hrægammasjóða – áhættufjármagn sem leitaði hingað fyrir hrun og það er útilokað að láta almenning á Íslandi taka skellinn af því að láta það fara úr landi á fullu verði.

Það ríður á að finna lausn á þessu – þegar menn eru búnir að tala nægju sína um Icesave.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“