fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Frá dónaköllum til barnaníðinga

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2013 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núorðið vekur fátt meiri hrylling með okkur en barnagirnd. Það hefur ekki alltaf verið svoleiðis. Þeir sem eitt sinn nefndust „dónakallar“ og flest börn vissu að væru til – og kunnu sum að varast – heita nú barnaníðingar. Það er ekki svo langt síðan þetta orð fór að heyrast í almennri umræðu – alþjóðlega orðið er pedófíl.

Þegar barnaníðingar eiga í hlut tölum við frjálslega um alls kyns refsingar – það eigi að skera undan þeim, gelda þá, loka þá inni fyrir lífstíð, jafnvel taka þá af lífi.

En við verðum líka að reyna að skilja við hvað er að eiga. Það er ólíklegt að menn velji sér það hlutskipti að gerast barnaníðingar af fúsum og frjálsum vilja – eða hverjir vilja vera úrhrök samfélagsins?

Í Bretlandi hefur að undanförnu verið mikið fjallað um mál sjónvarpsmannsins Jimmy Savile. Hann virðist hafa verið óargadýr í mannsmynd. Í framhaldi af því skrifar Jon Henley forvitnilega grein í Guardian þar sem hann veltir fyrir sér orsökum barnagirndar og viðhorfum til hennar.

Er þetta geðtruflun – og er hún þá meðfædd eða áunnin? Er þetta ákveðin tegund af kynhneigð? Siðvilla, jú vissulega – en hvernig þá? Það virðist til dæmis vera að barnaníðingar séu ekkert endilega ofbeldisfullir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“