fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Lífeyrissjóðir og kaup á Landsvirkjun

Egill Helgason
Sunnudaginn 13. janúar 2013 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er ekki alveg ný af nálinni sú hugmynd Bjarna Benediktssonar að selja Landsvirkjun – eða hluta hennar – til íslenskra lífeyrissjóða. Og að ýmsu leyti virðist hún álitleg.

Lífeyrissjóði bráðvantar hluti til að fjárfesta í. Það eru takmarkanir á því hvað þeir mega fjárfesta í útlöndum, þeir kaupa nú í stórum stíl íslensk ríkisskuldabréf – það er ekki svo margt annað í boði. Og þeir geta fjárfest á íslenskum hlutabréfamarkaði, en hætt er við því að það geti skapað verðbólur – eins og oft áður eru lífeyrissjóðirnir eins og fíll í stofu vegna stærðar sinnar.

Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir á vef Viðskiptablaðsins að til greina gæti komið að lífeyrissjóðir fengju að kaupa helmingshlut í Landsvirkjun – Bjarni talaði um þriðjungshlut. Helgi segir að ríkið þurfi ekki að eiga Landsvirkjun.

En það eru líka annmarkar á þessari hugmynd. Það er til dæmis talað um að salan gæti verið háð þeim skilyrðum að lífeyrissjóðirnir fengju ekki að selja hlutina áfram til annarra en ríkisins – ríkið myndi þá eiga forkaupsrétt.

Svo er það núverandi lágmarksávöxtunarkrafa lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Hún er 3,5 prósent, eins óraunhæft og það kann að virðast. Getur Landsvirkjun staðið undir slíkri ávöxtun á fé lífeyrissjóða til langframa? Og ef ekki, myndi ríkið þá hafa bolmagn til að kaupa hlutina aftur – eða yrði þetta upptakturinn að almennri einkavæðingu fyrirtækisins?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“