fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Noregur tekur skarpa hægri beygju – undir stjórn tveggja kvenna

Egill Helgason
Mánudaginn 30. september 2013 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur löngum verið haft á orði að stjórnmál í Noregi og stjórnmálaumræða sé nokkuð til vinstri við það sem tíðkast á Íslandi.

Nú eru að gerast þau stórtíðindi að hægrisinnaðasta ríkisstjórn fyrr og síðar – það þarf allavega að fara langt aftur í fortíðina til að finna annað eins – tekur brátt við í Noregi.

Það verður áhugavert fyrir íslenska hægrimenn að sjá hvert hún stefnir Noregi.

Einhverjum þykir kannski merkilegt líka að tvær konur verða helstu leiðtogar stjórnarinnar, Siv Jensen formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg formaður Hægriflokksins. Sú síðarnefnda verður forsætisráðherra.

Hægri er flokkur sem stendur á gömlum merg, saga hans nær allt aftur til 1884, þetta er gamall borgaralegur flokkur og það verður aldrei sagt að flokkurinn sé ekki húsum hæfur í pólitík. Lengi var hann helsta mótvægið gegn sósíaldemókrötunum í Verkamannaflokknum sem hafa löngum haft yfirburði í norskum stjórnmálum.

Hinn flokkurinn, Framfaraflokkurinn, hefur aldrei átt aðild að ríkisstjórn. Löngum hefur verið litið svo á að hann ætti ekki erindi þangað. Þetta er pópúlískur flokkur sem leggur sérstaka áherslu á andstöðu við innflytjendur. Flokkurinn þykir þó hafa nútímalegri ásýnd en áður undir stjórn Siv Jensen.

En það kemur þó fram á blaðamannafundi með Solberg og Jensen að framfylgt verði harðari stefnu gagnvart innflytjendum í ríkisstjórn þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina