fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

29. september – hvers er að minnast?

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. september 2013 19:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvers er að minnast 29. september?

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður skýrir frá því í hvassyrtri bloggfærslu á Pressunni – fyrir fimm árum hófst einhver dramatískasta atburðarás Íslandssögunnar þegar skýrt var frá því á mánudagsmorgni að ríkið hefði tekið yfir 75 prósent af Íslandsbanka.

Nokkrum dögum síðar var allt íslenska bankakerfið hrunið – við erum ennþá að súpa seyðið af því og eigum eftir að gera lengi.

Sigurður G. setur fram kenningu sem er sjálfsagt umdeild, um að það hafi verið Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sem sem ýtti „efnahags- og bankahruni formlega úr vör“ þennan dag.

Hann skrifar orðrétt:

„Athöfnin fór fram að morgni mánudagsins 29. september 2005 á blaðamannafundi í Seðlabanka Íslands.
Á fundinum tilkynnti formaður bankastjórnarinnar, að ákveðið hefði verið að ríkið eignaðist 75% hlut í Glitni banka hf. og greiddi fyrir þann hlut 600 milljónir evra.

Engin skrifleg gögn voru til um þessa ákvörðun þegar hún var tilkynnt. Ekkert varð úr hlutafjárkaupunum. Afleiðing ákvörðunarinnar var sú að ríkisskuldabréf og hlutabréf hér á landi féllu strax í verði.

Efnahags-og bankahrunið er skilgetið afkvæmi þeirra alþjóðlegu stjórnmálastefnu, sem innleidd var hér á landi undir pólitískri forystu Davíðs Oddsonar, sem illu heilli komst til valda 1991. Fyrst studdur af Alþýðuflokknum, en Framsóknarflokknum frá 1995 til maí 2007.

Með Framsóknarflokknum tók Davíð upp hina gömlu stefnu að skipta ríkiseignum milli flokkshollra sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Hópur handgenginn Sjálfstæðisflokknum fékk Landsbanka Íslands hf. en Búnaðarbanki Íslands hf., féll í skaut valinkunnra framsóknarmanna á árunum 2002 og 2003.

Sumir framsóknarmannanna hirtu um líkt leyti sjóði Samvinnutrygginga sálugu og bröskuðu með þá í eigin þágu, og eru í dag fjáðir menn og ósnertanlegir. Eftir sitja með sárt ennið tryggjendur Samvinnutrygginga, sem áttu meiri rétt til þessara sjóða en fyrrum viðskiptaráðherra framsóknar, seðlabankastjóri og forstjóri VSÍ um tíma.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tóku við stjórnartaumum í maí 2007 og Davíð hvarf undir Svörtuloft Seðlabanka Íslands, þaðan stjórnaði hann landinu gegnum Geir Hilmar Haarde, þar til stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lauk í byrjun árs 2009.

Geir Hilmar Haarde mátti svo þola það að Landsdómur dæmdi hann fyrir að gæta ekki formreglna við stjórn landsins. Formaður Samfylkingarinnar slapp úr landi og gætir núna réttinda kvenna í heimi araba á vegum Sameinuðu þjóðanna. Davíð Oddsson er einnig stikkfrí og endurskrifar nú söguna sem leigupenni nokkurra útgerðarmanna sem eiga Moggann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna