fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Undrandi á landbúnaðarráðherra

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. september 2013 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Anna Björnsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Yggdrasil sem selur lífræna matvöru og í framkvæmdanefnd Samtaka lífrænna neytenda.

Oddný birtir harða ádrepu á Sigurð Inga Jóhannsson landbúnaðarráðherra á Facebook síðu sinni – hún gagnrýnir framgöngu hans á fundi með stjórum frá Whole Foods verslanakeðjunni í Bandaríkjunum. Þetta er geysi stórt fyrirtæki með útibú um öll Bandaríkin. Líklegt er að möguleikar á útflutningi landbúnaðarvara frá Íslandi liggi ekki síst sviði lífrænnar framleiðslu sem hefur farið ört vaxandi.

„Þessi maður! Ég sat fund sem Amerísk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir um sjálfbæra matvælaframleiðslu og möguleg tækifæri hér á landi á því sviði í tilefni af því að stjórnendur Whole Foods Market voru hér á landi.

Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra átti að ávarpa fundinn og fara yfir stefnu stjórnvalda á sviði lífrænnar ræktunar og velta upp þeim möguleikum sem fyrir hendi eru í framtíðinni, bæði fyrir framleiðendur og neytendur.

Skemmst er frá því að segja að hann gerði ekkert af þessu – sagði ekki orð um þetta heldur bullaði bara eitthvað og sagði sögu af bóndakonu sem hefði boðið fólki í mat og allt hráefnið hefði verið ræktað á staðnum og talaði m.a. mikið um (villta) sveppi sem hún hefði fengið úr garðinum hjá sér og notað í máltíðina. Sögunni og erindinu lauk með þeim orðum að hann efaðist um að slíkur sjálfsþurftarbúskapur gæti fætt þjóðina.

Hann líkti sem sagt sjálfsþurftarbúskap og tínslu villtra jurta til eigin nota við lífræna ræktun og framtíð hennar á Íslandi. Ég efast um að maðurinn hafi nokkra hugmynd um hvað lífrænn búskapur eða lífræn matvæli eru og hann hefur sannarlega engan áhuga á að kynna sér það.

Þess ber að geta að hann gekk út af fundi strax eftir opnunarerindið sitt enda hafði hann engan áhuga á að hlusta á erindi um þróun viðskipta með landbúnaðarafurðir milli Íslands og Bandaríkjanna, erindi um hvernig gengi að reka lífræna verslun hér á landi eða erindi erlendu gestanna frá Whole Foods.

Það er stórslys að þessi maður sé landbúnaðar-, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra okkar.

Enda sagði framkvæmdastjóri Whole Foods við mig að hún væri undrandi á því hve skammt á veg við værum komin í þessum málum og hve lítið framboð væri af þessum vörum hér á landi. Ég sagðist vera henni hjartanlega sammála – þetta væri til háborinnar skammar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi

„Allir höfðu skoðun á hálsklútnum“ segir Halla, stelpan úr Kópavogi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti

Ágúst Ólafur færir sig frá borginni eftir stutt stopp yfir í menntamálaráðuneyti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna