fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
Eyjan

Stórsigur Merkel – sem væntanlega þarf að stjórna með Sósíaldemókrötum

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2013 04:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsigur Angelu Merkel í þýsku kosningunum gengur gegn línunum í alþjóðlegum stjórnmálum.

Stjórnmálamaður sem er búinn að vera lengi við völd vinnur mikinn sigur – við lifum á tímum þegar stjórnmálamenn sem ná völdum missa fljótt fylgi og vinsældir.

Staðan er önnur hjá Angelu Merkel. Það er merkilegt að sjá hvernig tímaritið Economist lýsir henni – sjá myndina hér að neðan.

Hún er langsterkasti leiðtoginn í Evrópu, þessi efnafræðingur sem í þrjátíu og fjögur ár lifði undir kommúnistastjórn í Austur-Þýskalandi.

Þetta er næsta ótrúlegur ferill, hún hefur verið kanslari Þýskalands síðan 2005 – og nú bíða hennar að minnsta kosti fjögur ár í viðbót í því embætti.

Merkel þarf að semja við flokk Sósíaldemókrata um stjórnarmyndun. Það verður svokölluð „stór samsteypustjórn“. Hún þekkir það, fyrstu fjögur árin í kanslaraembætti stjórnaði hún með krötunum.

Eftir það biðu þeir reyndar afhroð í kosningum, og nú rétta þeir aðeins úr kútnum. Útkoman er þó ekki góð. Þeir munu þó varla skorast undan því að fara í stjórn – það myndi ganga gegn eðli þýskra stjórnmála.

Ólíklegra er að Merkel kalli flokk Græningja til samstarfs, en þá myndi verða til svokölluð svartgræn samsteypa. Þó er ekki svo langt milli Merkel og Græningjanna eftir að farið var út í loka kjarnorkuverum í Þýskalandi. Græningjar töpuðu fylgi í kosningunum og eru veiklaðir fyrir vikið.

Vinstriflokkurinn Linke tapaði líka fylgi, en hann hefur einkum verið sterkur í austurhlutanum þar sem eitt sinn var Alþýðulýðveldið Þýskaland. Fylgi hans minnkaði um þrjú prósentustig, en hann nær því þó að vera þriðji stærsti flokkurinn..

Það er svo merkilegt að sjá að Frjálslyndir demókratar, hinn gamli flokkur Hans Dietrich Genscher, bíða algjört afhroð. Flokkurinn fékk 14,6 prósent í kosningunum 2009 en aðeins 4,8 prósent núna. Þetta þýðir að hann nær ekki 5 prósenta markinu sem þarf til að fá menn inn á þing.

Þar með er, að minnsta kosti um stundarsakir, úti um þennan flokk sem hefur lengi haft völd umfram kjörfylgi sökum þess að hann hefur getað unnið í samsteypustjórnum annað hvort til hægri eða vinstri. Flokkurinn Alternative für Deutschland, sem er á móti evrunni, nær heldur ekki mönnum á þing þótt ekki vanti mikið upp á.

Pírataflokkurinn kemur illa út úr kosningunum. Hann fór hátt í skoðanakönnunum snemma á síðasta kjörtímabili, en deilur og vandræðamál innan flokksins hafa valdið honum miklu tjóni.

Hér á vef Der Spiegel má sjá úrslit kosninganna í línuritum.

20130914_cuk400

Forsíða The Economist 14.  september. Ein kona ræður yfir þeim öllum – orðalagið er tilvitnun í Hringadróttinssögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með