fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Ólíklegt að miklir vöruflutningar verði um Norðurheimskautið

Egill Helgason
Mánudaginn 23. september 2013 02:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru stórfelldar siglingar með tilheyrandi vöruflutningum að hefjast yfir Norðurskautið?

Það mætti ætla það af því að lesa íslenska fjölmiðla og hlusta á íslenska stjórnmálamenn.

Og reyndar er víðar talað um norðurslóðir.

Stephen M. Carmel er varaforseti hjá Maersk skipafélaginu, því sem sér um mesta gámaflutninga í heiminum. Hann er fyrrverandi skipstjóri sjálfur, háskólamenntaður og sérfræðingur í málefnum Norðurheimskautsins.

Carmel skrifar grein á vef U.S. Naval Institute og veltir fyrir sér siglingum yfir heimskautið. Hann segir að mikill fjöldi ráðstefna sé haldin um þessi mál – þær séu sóttar af þeim sem hafi atvinnu og hagsmuni af því að fara á ráðstefnur.

Það sé engin vafi á því að heimskautaísinn sé að bráðna, en hins vegar telur hann að það sé rangt að afleiðing þessa verði miklar siglingar.

Carmel færir rök fyrir því í ítarlegu máli.

Hann segir að veður verði áfram váleg á norðurslóðum og því fylgi oft afar vont skyggni. Marga mánuði á ári verði leiðin beinlínis lokuð. Þetta komi sér illa fyrir vöruflutninga, sem byggja á því að vara sé komin á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Stöðugleiki sé mikilvægari en hraði flutninga. Þegar sé til háþróað flutninganet sem menn treysti á.

Það yrðu miklar takmarkanir á því hversu stór gámaskip væri hægt að senda yfir Norðurskautið. Gámaskipin fari ekki hratt, það útheimtir meira eldsneyti. Skip sem myndu sinna flutningum á þessum slóðum yrðu að vera sérstaklega sterk og það verður þörf á ísbrjótum.

Það sem skipti máli í þessum flutningum sé ekki síst verð á hvern gám. Þótt leiðin yfir heimskautið sé styttri, þá myndu skipin sem sinntu þessum flutningum vera minni. Þegar allt sé talið væri verðið á hvern gám hærra ef farið er yfir heimskautið.

Þegar rætt er um flutninga yfir Norðurskautið er horft til langs tíma – menn byggja á spám um að það verði að miklu leyti laust við ís hluta árs 2040 eða svo. Það er ennþá meira en aldarfjórðungur þangað til. Carmel segir að margt geti breyst á þeim tíma. Hinir miklu gámaflutningar í heiminum hafi byrjað fyrir álíka löngu – með hinni öru hnattvæðingu.

Eitt af því sem hefur verið að breytast er hærri launakostnaður í Kína. Framleiðslan flyst þaðan til landa í Suðaustur-Asíu þar sem kostnaðurinn er ennþá lægri. En það er enginn ábati fólginn í því að sigla þaðan yfir heimskautið.

Carmel endar greinina með því að segja að vissulega sé ísinn á Norðurskautinu að hopa. Framhjá því verði ekki horft. En hins vegar þurfi menn að horfa raunsæjum augum á umsvifin sem þar gætu orðið. Hann telur afar ólíklegt að þar verði braut vöruflutinga af því tagi sem nú knýja áfram hnattvæðinguna.

 climate

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“