fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Utanríkisstefna Ólafs Ragnars og Sigmundar

Egill Helgason
Laugardaginn 21. september 2013 18:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill samhljómur milli Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra.

Það er varla ofmælt að Ólafur Ragnar sé kominn aftur í gömlu bithagana í Framsóknarflokknum og þaðan stjórnar hann í raun utanríkisstefnu landsins.

Báðir segja þeir erlendis að Ísland muni aldrei ganga í Evrópusambandið. Þar vísar hann meðal annars til ríkulegra auðlinda sem Íslendingar eigi.

Eins og staðan er nú, nýtum við þessar auðlindir en það nægir okkur ekki. Það sem er að halda okkur uppi núna er mikill ferðamannastraumur sem byggist á tvennu – því að íslenska krónan er lág og heimurinn er opinn, lífskjör góð, fólk hefur efni á því að ferðast.

Það er ekki víst að þetta ástand endist til frambúðar.

Hvað varðar fiskveiðarnar þá er nokkuð samdóma álit að við getum ekki fengið mikið meira út úr þeim. Það er heldur ekki á vísan að róa með nýtingu orkunnar – eins og staðan er nú virðast ekki ætla að rísa ný álver, það er helst talað um möguleika í kringum sæstreng til Evrópu.

Olíunýting á Drekasvæði  er eitthvað sem kann að vera í framtíðinni. Það er þó háð því að borgi sig að dæla þar upp olíunni, að heimsmarkaðsverð sé nógu hátt til að standa undir slíkri framleiðslu.

Hvað varðar siglingar með skipum yfir Íshafið og um Ísland, þá er það háð alls konar óvissu, bráðnun íss og því hvort þyki yfirleitt hagkvæmt að koma við á Íslandi.

Menn horfa mjög til auðlinda Grænlands. Þar eru bæði málmar og olía. Íslendingar gætu svosem verið með í að þjónusta væntanlegan námagröft, en hins vegar er líklegra að hann yrði í höndum alþjóðlegra stórfyrirtækja sem Grænlendingar myndu semja við. Þarna gæti þó verið matarhola.

En við Íslendingar erum ekki að fara að flytja fiskinn okkar til Norður-Noregs, Grænlands eða Færeyja. Ferðamennirnir koma ekki þaðan og þangað seljum við ekki raforkuna.

Eftir sem áður verður besta von okkar Íslendinga að reyna að mennta þjóðina vel, vera í góðum og opnum samskiptum við aðrar þjóði og gæta þess að hér sé ekki allt bundið í höft. Við núverandi aðstæður er spurning hvort ungt og vel menntað fólk vill yfirleitt búa hérna?

Ólafur Ragnar leggur mikla áherslu á samskiptin við Kína og Rússland. Hugur hans hefur löngum hneigst í þá átt. Getur verið að það sé vegna þess að honum sé betur tekið þar en annars staðar?  Þetta hentar sumum gömlum pólitískum andstæðingum hans, sem tala ekki lengur um nauðsyn þess að vera í sambandi og samstarfi við lýðræðisríki og því verður þetta svona einhliða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“