fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Að hætta að lesa bækur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. september 2013 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem ég þekki spurði mig hvað yrði af öllum bókunum, bókaútgáfunni og rithöfundunum þegar kynslóð hennar yrði fullorðin.

Hún sagði að afar fáir úr vinahópi sínum læsu bækur. Þeir væru teljandi á fingrum annarrar handar.

Ég tek fram að þessi vinkona mín er vel menntuð, af menningarheimili, ég geri ráð fyrr að flestir vinir hennar komi úr slíku umhverfi.

Og hún spurði líka hvort ég kynni einhverjar skýringar á því að þetta unga fólk læsi ekki bækur, aðra en að það væri margvísleg önnur afþreying sem glepur hugann?

Það var fátt um svör hjá mér – ég stundi eitthvað um hvort ný tækni, eins og spjaldtölvur, gæti kannski eflt bóklestur? Að það væri reyndar svo að kynslóð hennar hefði haft aðgang að miklu betri barnabókum en mínir jafnaldrar. Að það væri farið í alls kyns lestrarátök – sem ég vissi svosem ekki hverju skiluðu. Að mikil notkun á miðlum eins og Facebook yllu því að fólk ætti erfitt með að einbeita sér að lengri textum.

Í raun veit ég þetta ekki, en þetta hljóta að vera alvarleg tíðindi fyrir bókmenntaþjóðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!

Óttar Guðmundsson skrifar: Velkominn herra skattstjóri!
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hildur hætt sem þingflokksformaður

Hildur hætt sem þingflokksformaður
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sleggjudómar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“

Arnar Þór afhjúpar af hverju svo margir hægri menn studdu Katrínu – „Þetta var bara svona vá fyrir mér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu

Segja sleggjuna hafa verið of þunga fyrir Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu

Óttar Guðmundsson skrifar: Upp með Njálu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með