fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Hinar róttæku skuldaniðurfellingar og ærandi þögn Sjálfstæðisflokksins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. september 2013 10:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra dregur ekki af sér að boða miklar skuldaniðurfellingar, hann notar orðið róttækt í þessu sambandi. Þetta má heyra bæði á þingi og í fjölmiðlum.

En eitt er athyglisvert í þessu sambandi. Það er ærandi þögn Sjálfstæðisflokksins – samstarfsflokksins í ríkissjórn.

Úr þeim herbúðum heyrist ekki bofs um skuldaniðurfellingar.

Sigríður Rut Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skrifar athyglisverða grein í nýjasta tölublað Kjarnans. Þar segir hún að með margítrekuðum yfirlýsingum um skuldaniðurfellingu kunni að myndast það sem hún kallar „réttmætar væntingar“ þeirra sem skulda verðtryggð lán.

Sigríður Rut rekur síðan hvað felst í þessum réttmætu væntingum, hvernig til þeirra hefur verið stofnað af Framsóknarflokknum. Síðan víkur hún orðum að þögn Sjálfstæðisflokksins og segir að flokkurinn verði að rjúfa hana ella verði ekki hægt að skilja afstöðu hans sem annað en þegjandi samþykki. Orðrétt segir hún:

„Þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða þó að hafa í huga að aðgerðaleysi þeirra í þessum efnum eflir
einnig þær réttmætu væntingar sem yfirlýsingar forsætisráðherra kunna að skapa. Það er vegna þess að ef ráðherrar
eða þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja ekki að hinar réttmætu væntingar skapist eða eflist ber þeim skylda til að taka
af öll tvímæli um slíkt á opinberum vettvangi um að ekki sé um fyrirvaralaust loforð um skuldaniðurfellingu að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“