fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Frjálshyggjusinnaður ráðgjafahópur um efnahagsmál

Egill Helgason
Föstudaginn 23. ágúst 2013 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nefndaskipun ríkisstjórnarinnar undanfarið vekur nokkra athygli. Það virðist dálítið eins og Framsóknarmenn skipi sitt fólk í sínar nefndir og Sjálfstæðismenn sína menn í sínar nefndir.

Þannig er það með nefndina sem var tilkynnt um í dag og á að vera til ráðgjafar um efnahagsmál og opinber fjármál eins og segir.

Allir nefndarmenn eru gallharðir Sjálfstæðismenn – og þeir eiga það líka sammerkt að aðhyllast frjálshyggju.

Þarna er Ragnar Árnason, harðasti talsmaður kvótakerfisins og prófessor við Háskóla Íslands. Ragnar var reyndar eitt sinn í Alþýðubandalaginu, en söðlaði svo um og er mjög einkavæðingarsinnaður. Hann vill ganga svo langt að einkaeign sé á sjávarauðlindinni.

Þarna er Þráinn Eggertsson prófessor – hann var eitt sinn í hinum margumtalaða Eimreiðarhópi.

Og svo er þarna yngra fólk, Orri Hauksson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir. Bæði hafa verið í Sjálfstæðisflokknum nánast frá barnsaldri, í frjálshyggjuarmi hans. Guðrún Inga var um tíma varaþingmaður fyrir flokkinn, en Orri var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar