fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Með heiminn að leikvelli

Egill Helgason
Mánudaginn 29. júlí 2013 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn eru að fárast yfir ákvörðun ungs knattspyrnumanns að velja fremur að spila með bandaríska landsliðinu í fótbolta en því íslenska.

En auðvitað er þetta afar skiljanlegt. Strákurinn hefur miklu meiri tækifæri með bandarísku landsliði en íslensku. Hann gæti jafnvel komist á heimsmeistaramót.

Ég á þrjá hálfbræður sem ég er í afskaplega góðu sambandi við.

En þeir hafa allir valið að búa erlendis, einn rekur tölvufyrirtæki í San Francisco og hefur starfsstöðvar út um víða veröld. Annar rekur tískufyrirtæki sem hefur átt mikilli velgengni að fagna, er búsettur í London. Sá þriðji er menntaður í frægum erlendum háskóla og flakkar á milli New York og London.

Þetta er nútíminn. Hæfileikaríkt, vel menntað og hugmyndaríkt fólk getur haft allan heiminn að leikvelli.

Og það kærir sig ekkert endilega um að búa á stað eins og Íslandi ef tækifærin eru betri annars staðar.

Það er ekki haldið sama beyg gagnvart útlöndum og mín kynslóð og þeir sem eldri eru og heimþráin sækir ekki eins mikið á. Oft er þetta fólk sem hefur ferðast um heiminn frá blautu barnsbeini.

Nú er áberandi hversu stór hluti af Íslendingum sem fara í nám erlendis skilar sér ekki heim að því loknu. Það finnur einfaldlega betri störf við sitt hæfi erlendis – betra kaup og jafnvel betri lífsgæði.

Fyrir svona tíu árum var sagt að línan í byggðamálum væri ekki dregin milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar, heldur milli Reykjavíkur og umheimsins.

Íslendingar geta ekki keppt við þetta nema að hafa fjölbreytt atvinnulíf, góð launakjör, traust velferðarkerfi og blómlega menningu – það er þetta fernt sem fyrst og fremst ræður búsetu fólks í alþjóðavæddum heimi.

Þjóðrembd viðhorf um sérstöðu okkar og hvað við séum framarlega á sviðum þar sem við erum það ekki eru örugglega ekki til bóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann

Orðið á götunni: Ásgeir Jónsson eins og Neró – skítt með brunann
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?

Orðið á götunni: Gamalkunnur söngur bankanna ómar – þarf kannski bara að breyta leikreglunum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn