fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Ærlegt hjá Tobbu

Egill Helgason
Sunnudaginn 21. júlí 2013 17:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er, þetta er kolröng greining hjá hinum ágæta þáttastjórnanda Sigurjóni.

Ég geri mér svosem enga grein fyrir því hvaða möguleika Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir á til að leiða lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Þau hafa hins vegar skarað fram úr þar hún og Gísli Marteinn Baldursson. Þau eru bæði talsmenn nútímalegra sjónarmiða – og hafa látið gamaldags flokkapukur lönd og leið.

Það var einmitt slíkt pukur sem leiddi til þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson – sem er löngu orðinn ærulaus í stjórnmálum – dúkkaði allt í einu upp með Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra.

Mann sem var ekki í neinu andlegu jafnvægi.

Það var bæði ljótt og sorglegt. Eftir stuttan tíma gáfust líka Sjálfstæðismenn upp á Ólafi og köstuðu honum eins og notaðri tusku.

Þorbjörg Helga kallar hlutina sínum réttu nöfnum í viðtali við Nýtt líf – og hún segist skammast sín fyrir að hafa, treglega þó, átt þátt í þessari atburðarás.

Þetta er ærlegt uppgjör hjá stjórnmálakonunni við atburði sem gerðust fyrir örfáum árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi