fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Makríllinn og hin þjóðhverfu viðhorf

Egill Helgason
Miðvikudaginn 17. júlí 2013 23:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að þjóðhverf viðhorf eru í tísku.

Nú er talað um það sem mikið fullveldismál að fá að veiða ókjör af makríl. Á öðrum stað les ég að Íslendingar séu beittir nýlendukúgun vegna makríldeilunnar.

Henni er líkt við landhelgismálin forðum.

En staðreyndin er sú að við höfum átt í fjölda deilna vegna fiskistofna sem synda inn í landhelgi okkar eða nálægt henni. Stundum höfum við líka staðið í deilum vegna fiskistofna sem eru fjarri okkur – eins og í Smugunni um árið.

Íslensk skip hafa líka verið að stunda fiskveiðar við strendur Afríku. Þær hafa sætt gagnrýni bæði heimamanna og alþjóðasamfélagsins. Kannski erum við þar í hlutverki nýlendukúgaranna – eða hvað?

Flestar hafa deilur vegna flökkustofna verið við Noreg. Deilur um síldveiðar eiga sér langa sögu. Og við erum enn einu sinni í þrætu við Norðmenn út af makrílnum, en þar bætist líka við Evrópusambandið – aðallega vegna fiskveiðihagsmuna Skota.

Fyrr eða síðar verður samið um þetta, alveg burtséð frá aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Best væri auðvitað að þjóðirnar reyndu að komast að einhverri skynsamlegri lausn þannig að ekki verði gengið frá stofninum – eins og gert var við síldina hér í eina tíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi