fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Eyjan

Mannorðsmorð í þingsal?

Egill Helgason
Mánudaginn 15. júlí 2013 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og ég hef áður sagt sýnist mér ný stjórn Ríkisútvarpsins vera vel skipuð. Þetta er talsverð breyting frá því sem var þegar harðir flokksmenn sátu í stjórninni.

Þarna hefur semsagt tekist vel til.

Nú er talsvert fjaðrafok vegna þess að píratinn Birgitta Jónsdóttir heldur því fram að hafi átt að „mannorðsmyrða“ Láru Hönnu Einarsdóttur í þingsal. Píratar munu hafa viljað skipa Láru Hönnu í stjórn RÚV – hún er varamaður.

Nokkuð er óljóst hvernig mannorðsmorð í þingsal fer fram. Í þinginu hafa yfirleitt verið nokkuð strangar reglur um hvernig talað er um fólk í ræðustól.

Það virðist svo vera þessu nokkuð ótengt að athugað er með hæfi Láru Hönnu til að gegna þessu starfi. Henni er ábyggilega vel treystandi til þess.

En hins vegar er ekki launungarmál að hún hefur lengi starfað fyrir helsta samkeppnisaðila Ríkisútvarpsins og gerir það enn. Það varð meira að segja að miklu fjölmiðlamáli þegar til stóð að reka hana af Stöð 2 nýskeð. Það er því engan veginn óeðlilegt að hæfi hennar sé skoðað.

Samt á ég ekki von á öðru en að hún verði metin hæf – enda er hún kjörin til þessa af þinginu og þá skiptir líklega máli að hún er verktaki hjá Stöð 2 en ekki fastráðinn starfsmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi