Hjá okkur er tónleikahelgin mikla.
Við erum í London og það er tónlistarhátíð í Hyde Park.
Í gær ætluðum við að sjá Elton John, en hann fékk botnlangabólgu.
En Elvis Costello og Ray Davis spiluðu og voru flottir.
Í dag spila Rolling Stones – og á undan ungir menn sem heita Jake Bugg og Tom Odell. Ég sé að báðir eru með mörg milljón áhorf á YouTube.
Það er hitabylgja, sól og hiti dag eftir dag.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að mæta í stuttbuxunum og skræpóttu Hawaii-skyrtunni.
Vona bara að ég hitti engan sem ég þekki.