fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

„Norska aðferðin“

Egill Helgason
Föstudaginn 12. júlí 2013 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglunni á Íslandi. Hún nýtur líka mikils trausts – það hefur ítrekað komið fram í skoðanakönnunum. Hún er ein þeirra stofnana á Íslandi sem nýtur mests trausts.

Sem er gott.

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um hið sorglega atvik sem varð á Laugavegi fyrir nokkrum dögum.

En það verður samt að segja að talsmenn lögreglunnar eru að bjóða upp á málflutning sem er fyrir neðan allar hellur.

Að kalla það „norsku aðferðina“ þegar lögreglumaður missir stjórn á skapi sínu og flýgur á dauðadrukkna konu sem sem er líklega þrisvar sinnum léttari en hann – það er alveg út í hött.

Því auðvitað stóð engin ógn af konunni, hún var greinilega pirrandi og leiðinleg og alltof drukkin, en svo er reyndar farið um fjölda manns í miðborg Reykjavíkur um helgar.

Ég er ekki viss um að lögreglumaðurinn sem framkvæmdi þessa „norsku“ handtöku sé í réttu starfi. En hann á að fá að njóta vafans og vonandi mun rannsókn leiða það í ljós. En lögreglan ætti að láta að vera að réttlæta þennan atburð.

Í þessu má jafnvel leita í smiðju heimspekingsins Kants og spyrja hvort við viljum að þessi athöfn verði að almennri reglu – ég hygg að flestir muni segja nei við því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi