Einhvern veginn kemur ekki á óvart að til hávaðarifrildis hafi komið á Alþingi vegna nýrrar stjórnar Ríkisútvarpsins.
Málið virðist þó hafa fengið farsæla lausn, það er einstaklega gott mannval sem situr í stjórninni. Maður hefur vart séð álitlegri hóp menningarfólks.
Þrátt fyrir breytingun á skipan stjórnarinnar virðist engum hafa dottið í hug að setja flokksdindla í stjórnina, eins og svo oft var á árum áður.
Til að árétta þetta er hér listi stjórnarmanna, það er öruggt að allt þetta fólk mun vilja efla hag Ríkisútvarpsins:
Guðrún Nordal, Magnús Stefánsson, Magnús Geir Þórðarson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Ingvi Hrafn Óskarsson, Margrét Frímannsdóttir, Björg Eva Eva Erlendsdóttir Sigurður Björn Blöndal og Pétur Gunnarsson.