fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Galið ástand

Egill Helgason
Laugardaginn 22. júní 2013 14:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í raun er ástandið í stjórnmálunum á Íslandi  galið.

Nú vonast þeir til að forsetinn grípi inn í lagasetningu sem voru á móti því að hann gerði það á síðasta kjörtímabili.

Og þeir sem vildu að hann gripi inn í á síðasta kjörtímabili, vilja alls ekki að hann noti þetta vald sitt núna.

Stjórnmálin ganga æ meira út á að reyna að ganga í augun á forsetanum, í þeirri von að honum henti að láta til sín taka.

Hann virkar misjafnlega áhugasamur – eftir því hvernig vindurinn blæs. En hann er líka dálítð bundinn af stórum yfirlýsingum sínum um þjóðarviljann – eða svo kann að virðast.

Líklega verður ekki hróflað við valdi forsetans á þessu kjörtímabili, sjálfur forsætisráðherrann virkar eins og skjólstæðingur hans – að minnsta kosti ekki nema Ólafur Ragnar láti til sín taka og stöðvi einhverja lagasetningu frá ríkisstjórninni.

Þá gæti sambandið auðvitað súrnað fljótt. Myndi Ólafur Ragnar taka sénsinn á því, þá þyrfti hann kannski að finna sér enn nýja fylgismenn?

En auðvitað er bara ein skynsamleg niðurstaða í þessu. Það þarf að breyta stjórnarskránni þannig að skýrar sé kveðið á um vald forsetans og þjóðaratkvæðagreiðslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni