fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Búið að senda boðskortin

Egill Helgason
Föstudaginn 21. júní 2013 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðlingaölduveita þótti lengi nokkuð augljós virkjanakostur og reyndar má færa rök fyrir því að það sé hún enn, þrátt fyrir að komist sé að annarri niðurstöðu í rammaáætlun.

Það er mikið talað um fagleg vinnubrögð í sambandi við rammaáætlunina, en auðvitað speglar hún líka pólitískar áherslur – og þær hafa verið breytingum háðar á síðustu árum.

Mesti umhverfisverndarflokkurinn VG fór með umhverfisráðuneytið síðustu rúmlega fjögur árin, nú er þangað kominn framsóknarmaður sem er ekkert sérlega umhverfissinnaður.

Jón Kristjánsson, sem þá var heilbrigðisráðherra, kvað á sínum tíma upp úrskurð um Norðlingaölduveitu sem mörgum þótti í anda Salómons. Þó voru ekki allir ánægðir og það endaði loks með mikilli stækkun friðlandsins við Þjórsárver – sem aftur útilokar Norðlingaölduveitu.

Það er ekki sjálfgefið að núverandi ríkisstjórn sé sammála þessari niðurstöðu þar sem ná fram að ganga ítrustu umhverfissjónarmið.

En það er hins vegar dálítið pínlegt að það hafi verið búið að prenta og senda boðskortin þegar ákveðið var að hverfa frá friðlýsingunni.

ce29426ff5-500x1081_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni