fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Eyjan

Laugarvatnsstjórn, Jónas frá Hriflu og musteri framsóknarmennskunnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 22. maí 2013 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athyglisvert er að tilkynna eigi stjórnarmyndunina í gamla húsi Héraðsskólans á Laugarvatni.

Kannski er þetta tilraun til að koma á nafninu Laugarvatnsstjórnin.

Þarna er hús í þjóðlegum burstastíl, teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Það er semsé lagt upp með þjóðlegheit – og gagngert farið upp í sveit.

Nafn Jónasar frá Hriflu kemur líka í hugann. Héraðsskólar voru hans dæmi, Guðjón uppáhaldsarkitekt hans. Héraðskólinn á Laugarvatni var fyrsta stórvirki Jónasar og var opnaður á tíma þegar Jónas var sagður vera nær einráður á Íslandi. Hann var mjög þjóðlegur maður.

En sjálfstæðismenn hötuðu Jónas, hann var lengi óvinur númer eitt. Jónas vann aldrei með Íhaldinu eins og það var kallað. En hann er stofnandi Framsóknarflokksins og áhrifamesti stjórnmálamaður sem hefur verið í þeim herbúðum.

Eru það kannski mistök hjá sjálfstæðismönnum að láta leiða sig inn í þetta musteri framsóknarmennskunnar?

jonas

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin