Til að Brynjar Níelsson verði ráðherra, líkt og hann sækist eftir, þarf að fjölga ráðherrum verulega.
Þeir þurfa líklega að verða 16 talsins.
Á undan Brynjari í röðinni eru Bjarni Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Einar Kr. Guðfinnsson og Kristján Þór Júlíusson, jafnvel Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Og hvers á Birgir Ármannsson að gjalda fyrir alla sína trúmennsku í þinginu?
Þetta er nokkurn veginn röðin að ráðherrasætum Sjálfstæðisflokksins.
Sambærileg röð hjá Framsókn er svona:
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Eygló Harðardóttir, Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson, Höskuldur Þórhallsson.