Hér getur að líta innslag úr Kiljunni frá því síðasta miðvikudag, 1. maí. Hér er rætt við Þorleif Friðriksson sagnfræðing um kjör alþýðu á fyrri hluta tuttugustu aldar, verkamannabústaði og hafnarvinnu. Þorleifur er höfundur sögu verkamannafélagsins Dagsbrúnar, seinna bindi bókarinnar kom nýskeð út og nefnist Dagar vinnu og vona.
Sumir misstu af innslaginu vegna þess hversu seint um kvöld það var sýnt. Hér er semsagt reynt að bæta úr því.