fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Eyjan

Tvær þjóðir í landinu – og bilið breikkar hratt

Egill Helgason
Laugardaginn 16. febrúar 2013 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag og tæpir þar á máli sem hefur verið til umræðu hér á vefsíðunni og í Silfri Egils.

Því að aðgangur sumra hópa að gjaldeyri er að skapa hér forréttindastétt sem getur keypt upp verðmæti, hús og fyrirtæki, á afsláttarkjörum. Í þessum hópi eru til dæmis fyrrverandi útrásarvíkingar sem náðu að koma undan peningum fyrir hrun – og þarna er líka útgerðin sem hefur í raun sjaldan haft minni ástæðu til að kvarta. Gengi krónunnar er stillt eins og henni hentar – og það er ljóst að stórútgerðarmenn eru að fjárfesta hér og þar í samfélaginu, ekki bara í greininni sjálfri, því fer fjarri.

Þórður skrifar:

„Það er hægt að segja að til séu tvær þjóðir á Íslandi. Sú fyrri býr hérlendis, þiggur laun í íslenskum krónum og lýtur gervigengi gjaldmiðilsins sem höftin búa til. Sú síðari þénar í gjaldeyri eða á erlendar eignir. Hún getur keypt í íslenskum fyrirtækjum, fasteignir eða bara fjárfest á 20 prósent lægra verði en fyrri hópurinn. Nú þegar liggur fyrir að gjaldeyrishöft verða ótímabundin mun eignamyndunarbilið á milli þessara tveggja hópa breikka. Hratt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann