fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Eyjan

Mannanöfn og tungumál

Egill Helgason
Fimmtudaginn 31. janúar 2013 22:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannanafnanefnd starfar samkvæmt lögum um mannanöfn frá 1996. Hún fer semsagt eftir opinberri málstefnu sem hefur verið mörkuð af Alþingi, ekki eftir einhverjum kenjum nefndarmanna.

En það verður vart annað séð en að héraðsdómur sem féll í dag mylji undan grundvellinum að starfi nefndarinar. Annað hvort þarf að marka henni nýja stefnu eða þá leggja hana niður.

Núorðið er það vinsælt viðhorf að foreldrar eigi að geta gefið börnum sínum þau nöfn sem þeir vilja – jafnvel þótt það séu skrípi.

Í ljósi þessa virkar hefðbundin íslensk málverndarstefna máski gamaldags og hallærisleg.

Það mætti breyta ýmsu – hvers vegna mega Íslendingar ekki taka upp ættarnöfn? Það eru bara gamlar ættir sem hafa leyfi til að halda áfram með sín nöfn, en í áðurnefndum lögum segir að ekki megi taka upp ný ættarnöfn.

Mannanafnanefnd myndi banna það – en nú hefur verið sett stórt spurningamerki við vald hennar.

Nafnakerfið okkar er að mörgu leyti afar óþjált – maður finnur það til dæmis á ferðalögum með börn erlendis þegar þau bera ekki sama eftirnafn og foreldrarnir. Hví þurfa Íslendingar endilega að vera -son eða – dóttir?

En svo er spurning hvað maður á að gefa mikinn afslátt af hefðunum? Hversu hörð þarf varðstaðan um tunguna að vera í hnattvæddum heimi? Stór hluti Íslendinga er núorðið nánast tvítyngdur. Krökkum þykir þjálla að tjá sig um margt með enskum orðum en íslenskum.

Hermt er að til séu um sex þúsund tungumál í heiminum. Líklegt er talið að helmingur þeirra verði útdauður við næstu aldamót. En kannski er það bara þróun og engin sérstök eftirsjá í því þótt allir fari að tala stórmál eins og ensku, kínversku eða spænsku?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“