fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Cameron, ESB og nútímavæðingin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. janúar 2013 17:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun Davids Cameron að segjast ætla að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB árið 2017 er að mörgu leyti skringileg.

Forsætisráðherrann kaupir með þessu frið til skamms tíma innan flokks síns. Mestu Evrópuandstæðingarnir þar hefðu þó viljað sjá atkvæðagreiðsluna mun fyrr. En þeir klöppuðu fyrir honum í þinginu í gær – og það gerist ekki á hverjum degi.

Cameron vonast líka til að stöðva framrás Ukip, hins pópúlíska flokks Nigels Farage.

En það er ekki einu sinni víst að hann geti staðið við loforðið – kannski verður Íhaldsflokkurinn ekki í stjórn eftir hálfan áratug, þegar atkvæðagreiðslan á að fara fram. Þannig virkar þetta fremur eins og ódýr pólitísk brella sem getur haft ófyrséðar afleiðingar.

Cameron hefur hingað til verið frekar varkár – þarna sýnir hann á sér nýja hlið. Sjálfur hefur hann heldur ekki sérlega sterkar meiningar um Evrópu. Tilfinningarnar eru hins vegar heitar í hluta Íhaldsflokksins. Annars staðar vekur ræða hans undrun, til dæmis þykir ekki sérlega skynsamlegt að auka á óvissu um framtíðarstöðu Bretlands á tíma þegar efnahagsástandið er mjög lélegt.

En svo er spurning hversu Evrópumálin liggja í raun þungt á kjósendum Íhaldsflokksins. Í gær las ég grein þar sem var haft eftir einum þingmanni flokksins að sér bærust við og við bréf frá kjósendum um ESB, en fyrir hvert slíkt bréf kæmu áttatíu þar sem hjónaböndum samkynhneigðra væri mótmælt.

Cameron er stuðningsmaður þeirra – og telur að það sé partur í því að nútímavæða Íhaldsflokkinn. En innan hans er margt fók, ekki síst það sem eldra er, sem kærir sig ekki sérstaklega um nútímavæðingu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“