fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Rödd meistarans þagnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 15. janúar 2013 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslanakeðjan HMV, eða His Master´s Voice, í Bretlandi er komin í gjaldþrotameðferð.

Merki þessa fyrirtækis, hundurinn og lúðrahátalarinn, er afar vel þekkt – það á uppruna sinn í árdaga plötuútgáfu, árið 1899. Fyrsta búðin undir þessu nafni opnaði 1921, á hátindinum 1996 voru 200 HMV verslanir í heiminum.

Á síðari árum hefur HMV aðallega selt hljóm-  og mynddiska. Stærsta útibúið er í Oxfordstræti, mikil og glæsileg búð þar sem er hægt að týna sér tímunum saman.

Ekki er vitað hvað verður um búðirnar, en framtíðin er ekki björt. Sífellt stærri hluti viðskipta með kvikmyndir og tónlist fer fram á netinu. Búðir af þessu tagi hafa verið að gefast upp út um allan heim.

Þeir þykja sjálfsagt gamaldags sem vilja hafa áþreifanlega hluti í höndunum – eins og diska eða plötur í umslögum, með tilheyrandi hönnun og texta. En það verður bara að segjast eins og er, miðað við að fara út í búð, gramsa og skoða og velja innan um annað fólk, þá er hundleiðinlegt að hlaða niður af netinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann

Svarthöfði skrifar: Öldungurinn sem sá ekki vandann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“