fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Iðnskólabíó sem aldrei varð

Egill Helgason
Mánudaginn 7. janúar 2013 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Jón Bragason, sem hefur umsjón með síðunni 101Reykjavík, sendi mér upplýsingarnar sem þessi pistill er byggður á eftir að ég birti greinarkorn þar sem minnst var á Trípolíbíó.

Bíóið opnaði 1947 í bragga sem hafði verið notaður undir leik- og kvikmyndasýningar á stríðsárunum. Það var Tónlistarfélagið í Reykjavík sem sá um bíóreksturinn og fékk ágóðann, það er sagt að bíóið hafi malað gull fyrir félagið, en á þessum árum var rekstur kvikmyndahúsa háður ströngum leyfum. Félagið gerði samkomulag við stjórnvöld sem tryggðu að það fékk líka skemmtanaskattinn af kvikmyndasýningum.

Síðar réðist félagið í að byggja Tónabíó í Skipholti, en það opnaði 1962. Það var sérlega fallegt kvikmyndahús, þægilegur en ekki of stór salur sem samsvaraði sér vel. Þarna sá maður fjölda góðra mynda, spaghettivestra, Bond, Woody Allen og kvikmyndir Bítlanna. Á efri hæðum hússins starfaði Tónlistarskólinn í Reykjavík og gerir enn.

Á þessum árum var það útbreidd hugmynd að bíósýningar skyldu standa undir verðugri starfsemi. Háskólabíó átti að leggja fé til Háskólans, Laugarásbíó var rekið af Sjómannadagsráði í tengslum við Hrafnistu, Tónabíó lagði sitt af mörkum til tónlistarinnar, en einnig stóð til að á Skólavörðuholti risi Iðnskólabíó, mun hafa verið komið vilyrði fyrir byggingu þess.

Hér er mynd af Iðnskólanum og Iðnskólabíóinu eins og það átti að líta út. Það var Þór Sandholt, skólastjóri Iðnskólans, sem gerði myndina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða