fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Áhyggjur Steingríms af ESB

Egill Helgason
Föstudaginn 4. janúar 2013 04:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru erfiðir dagar hjá Vinstri grænum sem nú horfa á Bjarta framtíð sigla framhjá sér í fylgi.

Vinstri grænir eru flokkur sem er andsnúinn Evrópusambandinu, Björt framtíð er Evrópuflokkur – en VG er í raun ábekingur Evrópusambandsumsóknarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon gerist áhyggjufullur og segir í ávarpi til flokksmanna að óumflýjanlegt sé að endurmeta stöðu viðræðna við Evrópusambandið.

En hvernig á að gera það – þegar eru innan við fjórir mánuðir til kosninga? Hann talar um að það sé verkefni næstu vikna að ákveða hvernig verður tekið á málinu.

Er þá Steingrímur að leggja til að viðræðunum verði slitið, að þeim verði frestað eða að einungis verði talað meira um gang mála? Þetta er býsna óljóst hjá formanninum, en það er vissulega rétt að viðræðurnar hafa dregist mjög á langinn – og það er enn langt að bíða niðurstöðu. Og á hitt má líka benda á að Evrópusambandið hefur tekið talsverðum breytingum síðan Íslendingar sóttu um aðild fyrir þremur og hálfu ári.

Reyndar er dóms að vænta í Icesave-málinu síðar í þessum mánuði. Niðurstaða hans kann að hafa áhrif á afstöðuna til ESB – sérstaklega ef dæmt verður gegn Íslendingum. Það er vel hugsanlegt að sú verði niðurstaðan, en þó yrði það nokkuð kyndugt í ljósi þess að innan Evrópusambandsins er í burðarliðnum sameiginlegt innistæðutryggingakerfi og fjármálaeftirlit. Það var ekki veruleikinn þegar Íslendingar sóttu um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða