fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Áróðursstaða VG er ekki svo slæm

Egill Helgason
Föstudaginn 7. september 2012 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grein Jóns Steinssonar hagfræðings um góðan árangur ríkisstjórnarinnar hefur að vonum vakið athygli. Og henni er náttúrlega fagnað í röðum stjórnarliða.

Margir hafa gert því skóna að Vinstri græn muni sprengja ríkisstjórnina í vetur – vegna Evrópumála. En grein Jóns sýnir að VG hefur fullt af púðri í sinni kistu til að fara í kosningabaráttu, við þetta bætast ummæli í erlendum stórblöðum og hjá frægum hagfræðingum þar sem íslenski efnahagsbatinn er mærður.

Eitt viðkvæði stjórnarandstæðinga er að hér hafi tapast tími eftir hrun, þeir eiga yfirleitt þá við að slæmt sé að ekki hafi verið farið í stóriðjuframkvæmdir.

En í raun vinnur þetta með Vinstri grænum. Þeir geta bent á efnahagsbatann og sagt að hann sé án stórvirkjana, álvera eða annars umhverfisrasks. Þeir hafa semsagt staðið á bremsunni varðandi náttúruna.

Eitt af því sem menn munu sjálfsagt deila um eru neyðarlögin og setning þeirra. Það er bent á að Vinstri græn hafi verið setið hjá þegar þau voru samþykkt. En það er ótrúlegt þegar menn láta eins og setning neyðarlaganna hafi verið stjórnviska – það var búið að sökkva landinu með skuldum og fáránlegri efnahagsstjórn – ríkið var svo gott sem stjórnlaust, Seðlabankinn tæknilega gjaldþrota, þeir leituðu logandi ljósi að fyrirgreiðslu en var alls staðar vísað á náðir Alþjóða gjaldreyrissjóðsins.

Menn þrjóskuðust við – en eitt af því sem var óhugsandi að gera var að taka yfir erlendar skuldir bankanna. Nóg er nú samt.

En svo er reyndar mjög fyndið að sjálfur formaður Vinstri grænna – sem að sönnu ber enga ábyrgð á hruninu – skuli á fjórum árum vera orðinn nokkurs konar poster boy hjá AGS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?