fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Jóhanna hættir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. september 2012 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sent bréf til flokksmanna í Samfylkingunni um að hún ætli að hætta í stjórnmálum í lok kjörtímabilsins og láta af formennsku í flokknum á næsta landsfundi.

Má þá gera ráð fyrir að hefjist barátta um formennsku í flokknum. Jóhanna skilur eftir sig tómarúm, hún bjargaði flokknum þegar hann kom út úr ríkisstjórn hrunsins og tryggði honum áframhaldandi líf í ríkisstjórn.

Mjög óvíst er hver verður formaður eftir hana, Árni Páll Árnason sækist eftir því, en telst varla líklegur, Dagur B. Eggertsson, er varaformaður, en pólitísk staða hans er ekki sérlega sterk. Guðbjartur Hannesson kemur varla til greina eftir klúðrið með laun Landspítalaforstjórans, en einnig er nefnd til sögunnar Katrín Júlíusdóttir sem er að fara að taka við embætti fjármálaráðherra.

Svo má ekki gleyma Össuri Skarphéðinssyni – hann hefur áður leitt flokkinn, spurning hvort hann væri tilbúinn að gera það aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt