fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Salman Rushdie og Joseph Anton

Egill Helgason
Mánudaginn 17. september 2012 21:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Salman Rushdie hefur gefið út endurminningar sínar. Þær nefnast Joseph Anton. Þetta er nafnið sem Rushdie tók upp þegar hann var í felum vegna dauðadómsins sem Khomeini erkiklerkur í Íran kvað upp yfir honum.

Joseph er nafn Josephs Conrad, Anton er komið frá Tsjekov. Þetta eru tveir af frábærustu rithöfundum sögunnar.

Rushdie segir að mest hafi niðurlæging sín orðið þegar hann fór að biðjast afsökunar á skáldsögunni Sálmum Satans. Þetta var á tímanum þegar þýðendur hans og útgefendur voru í lífshættu, sumir voru reyndar myrtir – þýðandi Rushdies í Noregi var skotinn en lifði af. Rushdie segist hafa verið fullur örvæntingar á þessum tíma, hann skrifaði grein þar sem hann sagðist vera múslimi og þaðan kæmu gildi hans.

Nú segist hann vera trúleysingi í anda látins vinar síns, Christopher Hitchens.

Í viðtali við Guardian segir Rushdie athyglisverðan hlut: Að bók eins og Sálmar Satans fengist líklega ekki útgefin nú. Enginn myndi þora það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?