fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Gráthlægileg mótmæli

Egill Helgason
Laugardaginn 15. september 2012 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin í heimi íslams við kvikmyndinni bera vott um fáfræði, heimsku, kraumandi ofbeldishneigð – og svo eru væntanlega á bak við kaldrifjaðir menn sem vilja magna upp hatur og ófrið.

Móðgunargirninni er náttúrlega við brugðið.

Það vissi enginn af þessari mynd fyrr en einhver tók sig til og setti hana á YouTube. Hún hafði ekki verði sýnd á neinum áberandi stað, henni hafði ekki verið hampað, hérumbil enginn hafði séð hana. Áhuginn var núll.

Leikstjórinn er „virtur“ listamaður sem áður hefur leikstýrt myndum eins og The Happy Hooker Goes To Hollywood. Hann er svo vitlaus að hann segist ekki hafa vitað að þetta væri áróðursmynd gegn íslam.

En það þýðir líklega ekki að skýra þetta út – né heldur það að á Vesturlöndum eru menn frjálsir til að gera svona verk og ríkisvaldið getur ekki gripið inn í  – og á helst ekki að gera það.

Það má vera að þetta sé erfitt að skilja fyrir illa upplýst fólk í löndum þar sem ríkir ströng ritskoðun og ekkert birtist nema með samþykki klerka eða ríkisvalds.

En það breytir því ekki að þetta eru gráthlægilegustu mótmæli sem maður hefur séð – og var það nú slæmt þegar þeir hömuðust gegn dönsku teiknimyndunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?