fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Geimfarar og íslensk börn

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. ágúst 2012 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur stafaði miklum ljóma af geimferðum. Ég dvaldi á sveitahóteli á Laugarvatni 1969 þegar menn lentu fyrst á tunglinu. Gestir voru mjög uppnumdir vegna þessa atburðar. Þetta var sýnt í sjónvarpinu, ég man samt ekki hvernig útsendingunni var háttað. Ég var einu sinni að reyna að skrifa sögu sem gerðist þarna – þarna var til dæmis þekktur listamaður sem var heltekinn af geimferðinni og glæstri framtíð mannkynsins úti í geimnum.

Börn dreymdi um að verða geimfarar, og það aftraði þeim ekki þótt vistin í geimnum virkaði býsna einmanaleg. Stuttu síðar kom 2001 Space Odyssey eftir Kubrick í bíó, full af geimferðafílósófíu.

Vinir mínir komust nokkrir í nána snertingu við geimfara. Ragheiður Gyða Jónsdóttir, vinkona mín, fékk geimfaradúkku að gjöf frá Júrí Gagarín, fyrsta manninum sem fór út í geim. Hún hitti hann þó ekki sjálfan. Systir hennar, Oddrún Vala, mun hafa eyðilagt dúkkuna.

Svo er hér afar skemmtileg ljósmynd, tekin á Kennedy-flugvelli í New York. Hún sýnir þrjá íslenska drengi með Neil Armstrong, fyrsta manninum sem steig á tunglið. Þetta eru bræðurnir Hrafn og Halldór Þorgeirssynir, gamlir vinir mínir, og Hans Jóhannsson, frændi þeirra, þekktur hljóðfærasmiður. Eins og sjá má er myndin árituð.

Neil er nú búinn að taka skref sitt út í eilífðina.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu